../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rklín-019
Útg.dags.: 05/31/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.01.01 Aldósterón í sólarhringsþvagi
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar: Aldósterón er saltsteri sem myndast í nýrnahettum (sjá S-aldósterón). Aldósterón er gert óvirkt í lifur og skilið út í þvagi tengt glúkúróníði. Helmingunartími aldósteróns í blóðrásinni er u.þ.b. 15-20 mínútur. Mæling á sólarhringsútskilnaði aldósteróns í þvagi gefur mynd af heildar framleiðslu aldósteróns.
Helstu ábendingar: Grunur um afleiddan háþrýsting vegna frumkomins eða afleidds aldósterónheilkennis (primer eða secunder hyperaldosteronism).
Hide details for MæliaðferðMæliaðferð
Chemiluminescent immunoassay (CLIA) á mælitæki frá Diasorin (Liaison XS).
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mælt
Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mælt

Undirbúningur sjúklings: Eins og við mælingar á aldósteróni eða reníni þarf að hafa í huga að ýmis lyf og efni geta haft áhrif á túlkun niðurstaðna. Almennt er ráðlegt að vera án þvagræsilyfja (þar á meðal spírónólaktóni) í að minnsta kosti sex vikur fyrir rannsókn, og beta-blokkar, metýldópa, klónidín, díhýdrópýridín kalsíumgangalokar, angíótensínbreytandi ensímhemlar (ACE), angíótensínviðtakablokkar (ARB), beinir renínínblokkar og NSAI verkjalyf (NSAID) í að minnsta kosti tvær vikur (og helst fjórar) áður en útskilnaður aldósteróns í þvagi er mældur. Blóðkalíumlækkun ætti að leiðrétta með kalíumklóríð (KCl) bætiefnum og leiðbeina sjúklingnum um að fylgja mataræði með ríkri natríuminntöku. Sé ekki óhætt að gera þessar breytingar á núverandi lyfjameðferð hjá tilteknum sjúklingum er þó oft hægt að draga vísbendingar af mældum gildum þó sjúklingur sé á ofangreindum lyfjum. Doxazosin og verapamil eru hlutlaus lyf sem oft eru gagnleg til að hafa stjórn á blóðþrýstingi á meðan gerðar eru rannsóknir.
Gerð og magn sýnis: Sólarhringsþvag. Þvagi er safnað í sólarhring í þvagsöfnunarílát án íblöndunarefna. Sýnið skal geymt í kæli meðan á söfnun stendur og eins eftir að söfnun er lokið.
Geymsla: Geymist í 7 daga í kæli og a.m.k. 30 daga í frysti.

Mælt á rannsóknarkjarna Fossvogi.
Hide details for ViðmiðunarmörkViðmiðunarmörk
3,3 - 78 nmól/dag (1,2 - 28 ug/dag)

ATH: Ný mæliaðferð feb. 2023 (Diasorin Liaison).
Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
Túlkun: Saltneysla hefur áhrif á aldósterón framleiðsu. Við skerta saltneyslu mælast hærri gildi aldosterons í þvagi en við aukna saltneyslu mælast lægri gildi. Nýrnastarfsemi hefur áhrif á aldósterón útskilnað og þarf að hafa það í huga við túlkun.
Hækkun: Frumkomið aldósterónheilkenni: aldósterónmyndandi kirtilæxli í nýrnahettum (Conn´s syndrome) og nýrnahettuauki (bilateral adrenal hyperplasia). Afleitt aldósterónheilkenni: afleiðing aukinnar renín myndunar t.d. vegna nýrnaæðasjúkdóma eða renín framleiðandi æxla.
Lækkun: Minnkuð starfsemi í nýrnahettum (adrenal insufficiency).

Til að umbreyta einingum; µg/dag x 2,775 = nmól/dag.
Hide details for HeimildirHeimildir
Fylgiseðill með hvarfefnum, LIAISON Aldosterone. EN-53959-2020-11 DiaSorin Inc.
Tietz Textbook of Clinical Chemistry and Molecular Diagnostics. Sixth Edition. Elsevier Saunders, 2017.

    Ritstjórn

    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Guðmundur Sigþórsson

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ísleifur Ólafsson

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 14913 sinnum
    OSZAR »